Suðurnesjalína 2 - framkvæmdaleyfi synjað

Á fundi Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga sem haldinn var miðvikudaginn 24. mars 2021 var umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að hafna umsókninni, í bókun sem samþykkt var samhljóða. Bókunina má sjá í heild sinni með þessari frétt, sem og greinargerð Landslaga, sem bæjarstjórn samþykkti að gera að sinni. 

Bókun bæjarstjórnar

Greinargerð bæjarstjórnar