SUÐURNESJALÍNA 2

Landsnet kynnir frummatsskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 þar sem greint er frá samanburði á áhrifum nokkurra valkosta framkvæmdarinnar. Til umfjöllunar er umhverfi, afhendinaröryggi, sefna stjórnvalda, skipulag sveitarfélaga og kostnaður.

Landsnet býður til samtals þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í upphafi fundar og í kjölfarið verður hægt að spjalla við þá sérfræðinga sem unnu matið.

Þriðjudaginn 11. júní kl.: 17:00 - 19:00 í Álfagerði (Akurgerði 25) Vogum, taktu þátt í samtalinu.

Hér má sjá frummatsskýrsluna sem er í kynningu

 

Landsnet