Stóri plokkdagurinn 24. apríl 2021

Stóri plokkdagurinn er laugardaginn 24. apríl. Sveitarfélagið Vogar tekur þátt í honum eins og venjulega. 

Við munum mæta við þjónustumiðstöð kl. 10 og verðum til um kl. 13. Hægt verður að nálgast margnota strigapoka og aðra poka í þjónustumiðstöðinni, einnig verða þar plokktangir til láns (muna að skila þeim á sama stað). Boðið verður upp á hressingu við þjónustumiðstöð.

Við minnum alla á að nota margnota hanska og gæta sín á sprautunálum og öðru hættulegu sem menn rekast á (sjá tengil á grein um stunguóhapp og förgun sprautunála hér neðst í fréttinni)

Stórir safnsekkir sem hægt verður að tæma minni poka í verða staðsettir á eftirfarandi stöðum :

  • Undir Stapanum þar sem keyrt er niður í fjöru, sunnan við Stofnfisk.
  • Við íþróttamiðstöðina
  • Við leikskólann
  • Við samkomuhúsið Kirkjuhvol (Vatnsleysuströnd)

Dæmi um svæði og staði sem þarfnast plokkunar

  • Vogaafleggjari, báðum megin auk gatnamóta
  • Allur útjaðar Voganna
  • Útivistarsvæði á Stapanum
  • Nýbyggingasvæði, Skyggnisholt
  • Með vatnsleysustrandarvegi
  • Strandlengjan – háfjara rétt fyrir hádegi
  • Hafnarsvæðið
  • Svæðið við Vogatjörn
  • Kringum Stóru-Vogaskóla
  • Kringum Leikskólann
  • Annað sem þið vitið um

 

Látum vita af pokum og rusli sem þarf að sækja

Tökum myndir og deilum #Vogar2021 #fyrirVoga #plokk2021 plokkiVogum2021

Facebook síða „Plokk á Íslandi“ ef ykkur vantar innblástur https://www.facebook.com/groups/plokkaislandi/

https://www.google.is/maps/place/Vogar/@63.9799687,-22.3783701,14.96z/data=!4m5!3m4!1s0x48d6048394b7ddcf:0x7dae1865375e236f!8m2!3d63.9778273!4d-22.3849493

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item24903/Stunguohapp

Hægt verður að hafa samband við mig, Guðrúnu,á Facebook/Messenger eða síma 699-6537 ef spurningar vakna. Gerum þetta saman, margar hendur vinna létt verk