Stóri plokkdagurinn 28. apríl

Stóri plokkdagurinn er 28. apríl 2019. Vogabúar ætla að taka þátt í stóra plokkdeginum á sunnudaginn. Svæðið meðfram Reykjanesbrautinni er viðfangsefnið að þessu sinni. Bílastæðið ofan við Vogaafleggjara verður okkar bækistöð. Þar hittumst við galvösk, hress og kát, höfum gaman og plokkum saman. Við plokkum í tveggja tíma lotum sem hefjast kl 10, 12 og 14. Hægt er að koma inn í hverja lotu eftir því sem hentar.

Pokar og eitthvað af plokkum verða á staðnum, en hvetjum þá sem eiga plokkur að hafa þær með. Nauðsynlegt að vera sýnilegur svo við hvetjum alla til þess að vera í öryggisvestum eða yfirhöfn í sterkum lit. Vesti verða á staðnum fyrir þá sem vantar.

Uppskeruhátíð í lok plokks á planinu ofan við gatnamótin. Boðið upp á kakó og kleinur.

Vertu með, komdu að plokka !!