Stöðupóstur 15.11. - Upplýsingamiðlun vegna jarðhræringa

Hugur okkar er hjá Grindvíkingum á erfiðum tímum. Við vitum af Grindvíkingum í bænum og bjóðum þá hjartanlega velkomna, sem og aðra sem gætu bæst í hópinn. Við erum reiðubúin að veita alla þá þjónustu sem við getum í sveitarfélaginu til að létta undir með ykkur. Ekki hika við að vera í sambandi við bæjarskrifstofu eða aðrar stofnanir bæjarins ef þið hafið spurningar eða vantar aðstoð varðandi þjónustu sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið sjálft hefur því miður ekki yfir að ráða íbúðahúsnæði en verið er að taka saman og miðla upplýsingum um laust húsnæði í sveitarfélaginu og unnin hefur verið áætlun af skólastjórnendum varðandi mögulegt kennslurými.

Við sendum hlýjar kveðjur til ykkar kæru vinir úr Grindavík.