Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Velferðarþjónusta Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga leita að starfmanni í stuðningsþjónustu, um er að ræða 80% starf. Markmið stuðningsþjónustu er að styðja við notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og stuðla að því að einstaklingar geti búið sem lengst á eigin heimilum. Verkefni stuðningsþjónustu geta verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga á og ánægju af mannlegum samskiptum.

 

Helstu verkefni:

Þrif og almenn heimilisstörf

Innlit, öryggisinnlit og samvera
Persónulegur og félagslegur stuðningur
Aðstoð við innkaupaferðir og aðra aðdrætti

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Almenn menntun sem nýtist í starfi

Félagsliðanám eða sambærilegt nám kostur

Haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi

Jákvæð og góð samskipti

Sveigjanleiki og þjónustulund

Faglegur metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi

Íslenskukunnátta er skilyrði

 

Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi bílpróf og bíl til afnota.

 

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2024

 

Frekari upplýsingar veita Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Thelma Hrund Guðjónsdóttir teymisstjóri stuðningsþjónustu thelma@sudurnesjabaer.is og eða í síma 425-3000.