Starfsemi stofnana Sveitarfélagsins Voga skv. nýjum sóttvarnarreglum

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent frá sér reglugerð um sóttvarnir sem tekur gildi 15. apríl 2021 og gildir til og með 5. maí 2021. 

Reglugerðina má lesa hér

Aðgerðastjórn Sveitarfélagsins Voga fundaði miðvikudaginn 14. apríl 2021 og má lesa fundargerð þess fundar hér.

Helstu breytingar eru þær að skrifstofa og þjónustudeild sveitarfélagsins verða opnar með eðlilegum hætti en þó er þar grímuskylda fyrir gesti. 

Starfsemi íþróttamiðstöðvar er leyfð innan marka reglugerðarinnar en líkamsræktin er einungis opin fyrir hóptíma og skulu allir þátttakendur skráðir. 

Matsalur í Álfagerði verður opin öllum sem eiga rétt á að kaupa mat þar en þó er þar 20 manna fjöldatakmark og eins og allt staðar annars staðar eru allir hvattir til að sinna persónubundnum sóttvörnum.