Starfsemi stofnana sveitarfélagsins eftir nýjum samkomutakmörkunum

Heilbrigðisráðuneytið hefur nú sent frá sér nýjar reglur um samkomutakmarkanir og hefur aðgerðastjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkt breytingar á starfsemi stofnana sveitarfélagsins í samræmi við þær. 

Hér má sjá fundargerð aðgerðastjórnar þar sem fram koma þær breytingar sem hafa orðið.

Aðgerðastjórn leggur áherslu á að íbúar og starfsfólk Sveitarfélagsins Voga fari eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem almannavarnir, landlæknir og sóttvarnarlæknir hafa gefið út er varðar einstaklingsbundnar smitvarnir.