Starfsemi leikskólans - hertar sóttvarnaraðgerðir

Nýjar sóttvarnarráðstafanir yfirvalda hafa tekið gildi. Þær hafa m.a. í för með sér lokun grunnskóla, íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar. Leikskólum er þó heimilt að starfa áfram. Mikilvægt er að tryggja einnig starfsöryggi starfsfólks leikskólans gagnvart smithættu. Við hvetjum því alla foreldra og forráðamenn barna á leikskólanum, sem tök hafa á, að hafa börn sín heima næstu daga, sé þess nokkur kostur. Með því móti tryggjum við starfsöryggi leikskólans og starfsfólks hans, sem og stöndum við vörð um að veita þeim þjónustu sem nauðsynlega þurfa á henni að halda (t.d. starfsfólki í framlínu, heilbrigðisstarfsfólki o.fl.).