Starfsdagur í Stóru-Vogaskóla 2.11.2020 - engin kennsla

Ákveðið hefur verið af hálfu sveitarfélagsins, skólayfirvalda og skólaskrifstofu að hafa skipulagsdag í grunnskóla, tónlistarskóla og Frístund mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnarreglna stjórnvalda til varnar COVID-19.

Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki.

Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólanum til foreldra og forráðamanna um áframhald skólastarfsins. Skóli og Frístund munu hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember

Leikskólinn starfar með eðlilegum hætti mánudaginn 2. nóvember.