Íþróttir heldriborgara fara rólega af stað

Íþróttastarf heldriborgara byrjar á morgun 25. janúar. 

    •  Sundleikfimi verður í lauginni frá 09:00 á mánudögum og fimmtudögum.
    • Boccia æfingar verða svo á alla fimmtudaga klukkan 14:30.   
    • Stólaleikfimi verður svo í Álfagerði á mánudögum og fimmtudgöum klukkan 13:00 en til að byrja með aðeins fyrir íbúa Álfagerðis.

 

Þeir sem taka þátt í þessu þurfa að bera grímur ef að ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.  Einnig þarf að sótthreinsa allan búnað eftir hvern einstakling.

Mikilvægt er að allir vinni saman að því að halda heilsuræktarstöðum opnum með því að fara eftir reglum og passa upp á náungann og okkur sjálf.