Spörum rafmagn - hlöðum bíla á hraðhleðslustöðum

Við viljum enn og aftur brýna fyrir fólki að spara rafmagn eftir bestu getu. Fyrst og fresmt viljum við biðja alla rafbíla eigendur um að hlaða ekki bílana sína í heimahleðslu. Raforkufyrirtæki með hleðslustöðvar á svæðinu bjóða sérkjör á völdum stöðvum til þess að auðvelda fólki að hlaða bíla sína utan heimilis án þess að mikill aukakostnaður hljótist þar af. Þessi fyrirtæki eru Brimborg, N1 og Orka náttúrunnar (ON). Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast með uppfærðum upplýsingum á facebook síðum og heimasíðum orkufyrirtækjanna næstu daga.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að götulýsing er ekki á sömu stofnum og heimilin, jafnframt var tekin sameiginleg ákvörðunum það að halda götulýsingu á fundi aðgerðarstjórnar Suðurnesja með tilliti til öryggissjónarmiða.