Snjómokstur gengur vel

Þó enn sé víða þungfært hefur snjómokstur gengið vel í Vogum og hafa starfsmenn Þjónustumiðstöðvar unnið sleitulaust að því að halda samgönguleiðum opnum. Lögð var áhersla á að ryðja fyrst allar meginleiðir, þ.e. stofnbrautir og tengivegi en síðan hefur verið unnið að því að moka aðrar götur í sveitarfélaginu sem og umhverfi leik- og grunnskóla. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni verður Vatnsleysustrandavegur mokaður í dag.