Skottmarkaður á Fjölskyldudögum


Það hefur verið ákveðið að reyna að hafa skottmarkað á Fjölskyldudögum í ár. Það fer þannig fram að fólk getur komið með hluti og selt úr skottinu á bílum sínum. Þetta getur verið handverk eða hlutir sem fólk vill að aðrir fái að nýta eða bara hvað sem er. 
Markaðurinn verður laugardaginn 17. ágúst frá kl. 13-15 og verður á planinu við Lionshúsið í Aragerði. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hafa sambandi við Sillu í síma 782-9661 eða Daníel í síma 867-2921 eða senda póst á daniel@vogar.is

Það kostar ekkert að vera með og allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir.