Skipulagslýsing Breiðagerði

Kynning skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag fyrir Breiðagerði, frístundabyggð.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Breiðagerði, frístundabyggð skv. 3.mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja núverandi og fyrirhugaða frístundabyggð á svæðinu. Í deiliskipulaginu verða byggingarreitir og byggingarákvæði skilgreind fyrir lóðirnar. Þá verður gerð grein fyrir lóðamörkum, aðkomuleiðum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi.

Lýsing er sett fram í greinargerð og má nálgast hana hér

Skipulagslýsingin mun einnig liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu að Iðndal 2, 190 Vogum en vegna lokunar á skrifstofunni þarf að panta tíma í síma 440-6200. Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri með því að senda á heimilisfang bæjarskrifstofu eða senda tölvupóst á byggingarfulltrui@vogar.is fyrir 23. febrúar 2022.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulagslýsingu má nálgast hér