Skipulagsauglýsing


AUGLÝSING
Skipulagslýsingar Sveitarfélaginu Vogum
 vegna breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028
fyrir frístundabyggðina í Hvassahrauni.

Í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með til kynningar skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 fyrir frístundabyggðina í Hvassahrauni. Breytingin felst í því að heimiluð verði gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi í frístundabyggðinni.
Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu Hún liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2,  190 Vogum.
Skriflegum ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2,  190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is. Þær skulu berast eigi síðar en 27. mars 2019.


Vogum, 13. mars 2019
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri