Skert þjónusta vegna veðurs

Uppfært 20.12.2022 kl. 06:50
- Reykjanesbraut er enn lokuð.
- Í ljósi ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár verða leik- og grunnskólar lokaðir í dag.

 

Í ljósi aðstæðna og slæmrar veðurspár er gert ráð fyrir áframhaldandi skertri þjónustu hjá stofnunum bæjarins á morgun.
 
  • Starfsfólk félagsþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga hefur verið í sambandi við þjónustunotendur og miðlað upplýsingum m.a. um fyrirhugaðar lokanir og skerta þónustu.
  • Skipulagt grunnskólastarf fellur niður á morgun og ættu foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna að hafa fengið tilkynningu þess efnis.
  • Eru foreldrar og forráðamenn leikskólabarna hvött til að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið.
  • Hvetjum við bæjarbúa til að fylgjast einnig vel með tilkynningum frá Vegagerðinni, Lögreglunni á Suðurnesjum og auðvitað Björgunarsveitinni Skyggnir
Björgunarsveitarfólki og þeim sem hafa staðið vaktina við snjómokstur og hreinsun gatna sendum við okkar bestu þakkir ❤️