Skerðing á starfsemi sveitarfélagsins vegna heitavatnsleysis

Í ljósi aðstæðna þá mun verða nokkur skerðing á starfsemi vegna heitavatnsleysis, þessar skerðingar voru teknar í samráði við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum og verður ástandið metið daglega og reynt eftir fremsta megni að halda bæjarbúum upplýstum um stöðu mála. 

Fimmtudaginn 8. febrúar

 • Sundlaug lokuð.
 • Íþróttahúsi verður lokað kl. 17:00.
 • Leik- , grunnskóli og tónlistarskóli starfar til kl. 16:00 að öllu óbreyttu.
 • Bókasafn lokar kl. 16:00.
 • Bæjarskrifstofa lokar 15.30.

Föstudagur 9. febrúar

 • Allt skólastarf í leik- og grunnskóla fellur niður auk tónlistarskóla.
 • Frístund fellur niður.
 • Félagsmiðstöð lokuð.
 • Íþróttamannvirki og sundlaug verða lokuð.
 • Bókasafn verður lokað.
 • Bæjarskrifstofa lokuð.

Starfsfólk sem á þess kost er hvatt til að vinna í fjarvinnu á meðan að þessi staða er uppi.

Neyðarstjórn sveitarfélagsins er að störfum og mun kappkosta við að halda bæjarbúum upplýstum og flytja þeim fréttir jafnóðum ef aðstæður breytast.