Samstarfssamningur við Ungmennafélagið Þróttur

Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar og Matthías Freyr Matthíasson Íþrótta- og tómstundafulltrúi…
Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður Þróttar og Matthías Freyr Matthíasson Íþrótta- og tómstundafulltrúi við undirritun á samningnum.

Í gær var undirritaður samstarfssamningur við ungmennafélagið Þróttur. Ungmennafélagið er svo sannarlega mikilvægur þáttur í íþróttastarfi sveitarfélagsins og hafa á undanförnum árum sinnt sínu hlutverki afskaplega vel með samhentu átaki stjórnar, starfsmanna og grasrótarinnar. Ungmennfélagið býður upp á öfluga þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og hefur verið mikil ásókn í að stunda æfingar hjá félaginu, hvort sem um er að ræða sund, júdó eða knattspyrnu. Einnig hefur ungmennafélagið boðið upp á í vetur unglingaþrek sem hefur verið gríðarlega vel sótt. Það er ánægjuefni að starfsemi ungmennafélagsins gengur vel og vonir standa til að svo verði áfram. Undirritun á samstarfssamningi er enn einn þáttur í því að nú er verið að ljúka samningum við íþróttafélög og tómstundafélög í sveitarfélaginu.