Samstarfssamningur við Golfklúbb Vatnsleysustrandar

Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður GVS og Matthías Freyr Matthíasson Íþrótta- og tómstundafulltrúi…
Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður GVS og Matthías Freyr Matthíasson Íþrótta- og tómstundafulltrúi við undirritun á samningnum.

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar er stór hluti af okkar öfluga og mikilvæga íþrótta og tómstundastarfi. En golfklúbburinn skartar frábærum golfvelli sem og frábærri félagsaðstöðu við Kálfatjörn. Stendur golfklúbburinn meðal annars fyrir golfnámskeiðum að sumri til fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Í dag var gengið frá samstarfsamningi á milli sveitarfélagsins Voga og Golfklúbbs Vatnsleysustrandar  sem er enn einn þáttur í því að nú er verið að ljúka samningum við íþróttafélög og tómstundafélög í sveitarfélaginu.