Samstarfssamningur við björgunarsveitina

Kristinn Björgvinsson formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis og Daníel Arason menningarfulltrúi sve…
Kristinn Björgvinsson formaður björgunarsveitarinnar Skyggnis og Daníel Arason menningarfulltrúi sveitarfélagsins Voga við undirritun samnings

Björgunarsveitin Skyggnir er eitt af okkar öflugu og mikilvægu félagasamtökum og sinnir mikilvægu öryggishlutverki. En sveitin sinnir einnig mikilvægu félagslegu og menningarlegu hlutverki í samfélaginu og hefur m.a. séð um ýmis málefni tengd Fjölskyldudögum, séð um brennur fyrir sveitarfélagið og fleira. Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar sem er enn einn þáttur í því að nú er verið að ljúka samningum við félagasamtök í sveitarfélaginu.