Safnahelgi í Vogum

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram helgina 16. og 17. október í ár. Að venju var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í öllum sveitarfélögunum. Í Vogum var áhersla lögð á ljósmyndasýningar að þessu sinni.  Einnig var upplestur úr bókum og tónlist á bókasafninu. Lauslega áætlað er að um 150 manns hafi sótt viðburðina í sveitarfélaginu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri til hægri: 

Ragnar Ingi Pétursson, Arnþór Ási Arnþórsson, Eric Daníel Eiríksson, Lilja Bára Kristinsdóttir, Eyþór Breki Ívarsson og Birna Rán Hilmarsdóttir, Eygló Jónsdóttir