Reykjanesbraut opnuð tímabundið vegna veðurs

Hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum á Reykjanesbraut vegna veðurs. Vegurinn var opnaður fyrir umferð að nýju klukkan 7 í morgun en vinna við malbikuna hefur staðið yfir frá klukkan 20:00 í gær. Malbikun hefst að nýju klukkan 19:00 í kvöld, fimmtudaginn 17. nóvember og stendur til 12:00 föstudaginn 18. nóvember. Vegurinn verður þá aftur lokaður fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík og hjáleið um Krýsuvíkurveg en opið verður fyrir íbúa og þá sem eiga erindi í Voga og á Vatnsleysuströnd.. Eins og áður verður ávallt opið fyrir umferð frá Reykjavík í átt að flugvellinum.