Rafmagnsleysi útfrá aðveitustöð í Vogum aðfaranótt 06.10.21 og 11.10.21

Vegna viðhaldsvinnu í aðveitustöð okkar í Vogum þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að taka rafmagnið af Vogum á neðangreindum tímum:

  • Aðfaranótt 06.10.21. Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 á miðnætti og rafmagn verði komið á aftur einum og hálfum klukkutíma síðar eða kl 01:30.
  • Aðfaranótt 11.10.21. Gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl. 00:00 á miðnætti og rafmagn verði komið á aftur 07:00 að morgni þann 11.10.21

Eigendur fasteigna í Vogum sem hafa skráð símanúmer (NÁNAR HÉR) fá senda tilkynningu um straumleysið með SMS (smáskilaboðum).

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum okkar.

Hægt er að fylgjast með á heimasíðu okkar á slóðinni:

https://www.hsveitur.is/thjonusta/vidhald-og-bilanir/041021-01/

Ásamt því að færðar verða fréttir af aðgerðum á facebook síðu HS Veitna.

Svæðið sem verður án rafmagns á ofangreindum tímum: