PMTO foreldranámskeið

Þátttökugjald er 4.000 kr. fyrir fjölskyldu. Innifalin eru námskeiðsgögn og léttar veitingar.

Leiðbeinendur: Thelma Björk Guðbjörnsdóttir og Sigrún Pétursdóttir

Námskeiðið er ætlað forsjáraðilum barna á aldrinum fjögurra til tólf ára, með væga hegðunarerfiðleika. Foreldrar munu efla foreldrafærni sína og læra aðferðir til að vinna með hegðun barns. Meðal verkfæra sem unnið er með eru:

  • Skýr fyrirmæli
  • Hvatningu
  • Virk samskipti
  • Tilfinningastjórnun
  • Mörk
  • Lausnaleit

Æskilegt er að báðir foreldrar mæti á námskeiðið og mikil áhersla lögð á að foreldrar mæti í alla tímana.

Skráning fer fram í gegnum þjónustugátt Suðurnesjabæjar, sem má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Skráning lýkur 21. september.

Nánari upplýsingar veitir Sóley Gunnarsdóttir teymisstjóri Miðjunnar á velferðarsviði Suðurnesjabæjar á netfangið soley@sudurnesjabaer.is og í síma 425-3000.