Öskudagsskemmtun Sveitarfélagsins Voga.

Öskudagsskemmtun var haldin í Íþróttamiðstöðinni að venju. Boðið var upp á andlitsmálun, hoppukastala og risarólu.
Kötturinn var sleginn úr tunnunni og veitt voru verðlaun fyrir bestu og frumlegustu búningana.
10. Bekkur seldi veitingar og sá að mestu um uppsetningu á tækjum og frágang. Vel var mætt á skemmtunina, yfir 120 manns komu og skemmtu sér konunglega.
Skipuleggjendur þakka starfsfólki íþróttamiðstöðvar fyrir hjálpina og einnig 10. bekk en krakkarnir stóðu sig afar vel í að setja upp tækin, taka þau niður og alla vinnu á skemmtuninni sjálfri.

Hér má sjá myndir frá öskudegi.