Opnað fyrir skráningar í vinnuskólann

 

Vinnuskóli Voga verður starfandi í sumar fyrir ungmenni fædd 2007, 2006, 2005 , þ.e. fyrir 8. til 10. bekk og fyrsta árs nemendur í framhaldsskóla fædd 2004. Umsóknarfrestur er til 10.maí. Ekki verður tekið við skráningum eftir það.

Verkstjóri vinnuskólans er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. Sími 8556230. Netfang: . Öll erindi varðandi vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beina til hans.

Upplýsingar um launamál veitir Guðmundur Stéfán Gunnarsson Íþrótta og Tómstundafulltrúi.Sími:7939880 Netfang: gudmundurs@vogar.is

Skráning í Vinnuskólann:
Nemendur geta aðeins skráð sig hafi þeir leyfisbréf frá forráðamanni sem þarf að skila inn við skráningu.

  • Einnig þarf að gefa upp reikningsupplýsingar fyrir laun.
  • Ungmenni fædd 2004 og 2005 þurfa að fylla út eyðublað um nýtingu persónuafsláttar og skila til bæjarskrifstofu.
  • Ekki er gert ráð fyrir að nemendur taki sér frí á tímabilinu. Fjarvistir frá vinnu er ekki hægt að bæta upp með viðbótar vinnu síðar.
  • Ýmis aðstoðarstörf eru í boði fyrir nemendur í tveimur elstu árgöngunum og verða óskir um slík störf teknar til athugunar hjá verkstjóra vinnuskóla.
  • Framvísa þarf læknisvottorði vegna grasofnæmis.

Umsókn skilist á rafrænu formi með því að smella hér

Leyfisbréfið er hér 

Einnig er hægt er að nálgast leyfisbréfin á bæjarskrifstofu.

Handbok vinnuskolans-2021