Öll starfsemi sveitarfélagsins liggur niðri föstudaginn 14. febrúar

Vegna afspyrnu slæmrar veðurspár mun öll starfsemi á vegum Sveitarfélagsins liggja niðri föstudaginn 14. febrúar.

Þetta þýðir að grunnskólinn, leikskólinn, íþróttamiðstöð, skrifstofa og félagsmiðstöð verða lokaðar. 

 

Uppfært: Ekki verður matur í Álfagerði á föstudaginn.

 

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með þessari frétt ef hún verður uppfærð