Nýútkomin bók eftir Eygló Jónsdóttur

Á dögunum kom út barnabók eftir Eygló Jónsdóttur rithöfund sem er búsett hér í Vogum. Eygló hefur búið hér um nokkuð skeið og það hefur greinilega góð áhrif á hana því hún gaf einnig út bók í fyrra. 

Nýja bókin heitir Sóley og töfrasverðið.

Sóley býr í Grálandi þar sem allt er grátt.

Grasið, regnboginn, hárið á mömmu, bókstaflega allt. Sóley man eftir fleiri litum en það trúir henni enginn þegar hún talar um þá.

Dag einn finnur hún töfrasverð sem flytur hana í annað land. Þar eru fleiri litir en þar eru líka óvæntar hættur og margt dularfullt á seiði.

 

Til hamingju Eygló með þessa flottu bók.