Nýtt Póstbox í Vogum

Í samvinnu við Sveitarfélagið Voga hefur Íslandspóstur sett upp póstbox við Iðndal 2. Póstbox eru sjálfvirkar afgreiðslustöðvar fyrir pakkasendingar, þar sem viðskiptavinir geta bæði sent og tekið á móti sendingum.  Póstbox eru mjög einföld og skilvirk leið til að nálgast pakka á þeim tíma sem íbúum hentar. Undirbúningur að uppsetningu hefur staðið yfir síðustu vikur en uppsetningu er nú lokið og geta bæjarbúar og aðrir valið að fá póstsendingar í póstboxið Við Iðndal 2

Allar upplýsingar um póstboxin og hvernig hægt sé að nýta þau er að finna á vef Íslandspósts: Póstbox - Pósturinn (posturinn.is)