Nýr þjálfari hjá Þrótti

Gunnar Már Guðmundsson og Marteinn Ægisson
Gunnar Már Guðmundsson og Marteinn Ægisson

 

 

Gunn­ar Már tekinn við Þrótti Vogum...

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur gert tveggja ára samning við Gunnar Má Guðmundsson og býður hann velkominn til félagsins.

Gunnar hefur verið viðloðandi þjálfun til fjölda ára. Hann var yfirþjálfari yngriflokka hjá Fjölni. Einnig var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í fjögur ár og lét af störfum haustið 2021. Gunnar var einnig aðalþjálfari Fjölnis í meistaraflokki kvenna 2016 & 2017.

Gunn­ar Már lagði skóna á hill­una 2017 eft­ir lang­an og farsælan fer­il. Hann spilaði með FH, Þór, Fjölni og ÍBV í efstu deild. Hann af­rekaði það að leika með Fjölni í 3., 2., 1. og Úr­vals­deild.

Hr. Fjölnir spilaði einn A landsleik og fimm bikarúrslitaleiki á sínum ferli.

Gunnar er íþróttafræðingur að mennt, með meistaragráðu í stjórnun frá Bifröst. Einnig er hann lærður nuddari og er með UEFA A þjálfaragráðuna.

Við hvetjum alla sanna Þróttara til að taka vel á móti Gunnari og hans fólki. Gunnar hóf störf í vikunni og fyrsti æfingaleikurinn verður á móti Aftureldingu og fer fram í nóvember. Hvetjum við alla Þróttara til að fjölmenna á leikinn.

#fyrirVoga

 

 

 

Mynd: Jói hjá Víkurfréttum...