Nýjar reglur um aðgengi að stofnunum Sveitarfélagsins Voga

Aðgerðastjórn Sveitarfélagsisn Voga fundaði miðvikudaginn 3. mars 2021 og þar var tekin ákvörðun um að slaka á ýmsum takmörkunum og er það í takt við reglugerð heilbrigðisráðuneytisins frá 24. febrúar. 

Skrifstofa sveitarfélagsins og þjónustumiðstöð verða opnar með eðlilegum hætti frá fimmtudeginum 4. mars, matsalur í Álfagerði verður einnig opinn með þeim kvöðum sem reglugerðin setur. Einnig verða íþrótta- og félagsmiðstöð opnar innan þeirra marka reglugerðar. 

Það sem helst þarf að hafa í huga varðandi takmarkanir reglugerðarinnar er að almennar fjöldatakmarkanir eru 50 manns, heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila þar sem gestir sitja eru einn metri og gestir mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema tveir metrar séu á milli.

Athygli er vakin á því að grímuskylda er fyrir gesti í þjónustumiðstöð og skrifstofu.