Ný heimasíða Orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu

Orlofsnefnd húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur opnað heimasíðu, slóðin er: orlofksgk.wordpress.com, þar sem fyrirhugaðar ferðir verða auglýstar. Einnig verða settar inn fréttir o.þ.h.

Þær konur sem ekki hafa tölvuaðgang, eru hvattar til að leita aðstoðar hjá vinum og vandamönnum eða kanna með aðgang að tölvum á bókasöfnum.