Myndir Rafns Sigurbjörnssonar á heimasíðu

Heimasíða sveitarfélagsins hefur tekið nokkrum breytingum nú í desember eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir. Forsíðuna prýða nú ljósmyndir Rafns Sigurbjörnssonar en hann býr í Vogunum og hefur gefið okkur góðfúslegt leyfi til að nota myndirnar sínar. 

Hér fyrir neðan er einnig hægt að sjá allar myndirnar.

Við þökkum Rafni kærlega fyrir afnotin af myndunum sem munu vera uppi út desember.