Moltugerð heimavið

Umhverfisnefnd býður íbúum á fræðslukvöld í moltugerð fimmtudagskvöldið 10. júní kl 20:00 í sal Álfagerðis.

Lífrænn úrgangur heimila nýtist vel til moltugerðar heima en hægt er að fara ýmsar leiðir í þeirri vinnu. Við ætlum að skiptast á góðum ráðum og hugmyndum í moltugerð sem allir ættu að geta framkvæmt á heimilinu. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og leggja sitt af mörkum í umræðuna eða fræðast af þeim sem reyndari eru.

Eyþór Kristjánsson, Þórarinn Hjartarson og Kristinn Svansson koma og kynna fyrir okkur moltugerð með Haugánum (Eisenia Fetida) og sjálfvökvandi blómapotta. Þeir eru í samstarfi við lektor í Landbúnaðarháskólanum við að útvega Haugána sem eru einstaklega góðir fyrir litla innanhús moltugerð.