Minja- og sögufélagið eignast Kirkjuhvol

Kirkjuhvoll
Kirkjuhvoll

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur fest kaup á samkomuhúsinu Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd og landareign sem því tilheyrir. 

Kirkjuhvoll var byggður af Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu árið 1933. Skortur var á húsnæði fyrir starfsemi félaganna og almennt samkomuhald í hreppnum.  Haldnar voru ýmsar samkomur í húsinu í þá tvo áratugi sem það var starfrækt. 

 Kirkjuhvoll hefur verið í einkaeign undanfarin ár og látið mjög á sjá. Fyrirhugað er að hreinsa út úr húsinu og loka því áður en vetur gengur í garð.  Endurbætur verða skipulagðar á næstu mánuðum og hefst uppbygging, ef allt gengur eftir, að ári. Það er með tilhlökkun sem Minjafélagið ræðst í þessa framkvæmd.  Samfélagið allt nýtur góðs af varðveislu sögunnar.