Miðbæjarreitur - Verslunarsvæði

Svokallaður Miðbæjarreitur í Sveitarfélaginu Vogum er byggingarlóð sem skilgreind er sem lóð undir verslunar- og þjónustustarfsemi að megninu til. Skipulagsskilmálar segja að jarðhæð megi vera að hámarki 1500 m² á byggingarreit D1 og leyfa því ekki að fyllt sé í byggingareitinn, sem er 1655 m² að stærð. Fyrir byggingarreit D2 segja skilmálar að jarðhæð megi vera að hámarki 3000 m² og leyfa því að fyllt sé í byggingareitinn, sem er 2865 m² að stærð.

Nú er búið að útbúa hugmynd að því hvernig svæðið geti litið út eftir að búið er að byggja á því, athugið að þetta er einungis ein hugmynd að útliti. Undanfarið hefur verið mikið byggt í sveitarfélaginu og þá eru framkvæmdir á Grænuborgar svæðinu komnar á góðan rekspöl og byrjað er að selja þar lóðir. Samkvæmt heimasíður Grænuborgar, www.graenabyggd.is, munu allar lóðir á svæðinu þar fara í sölu á næstu þremur árum, en þar er gert ráð fyrir um 800 íbúðum þegar svæðið verður fullbyggt en á heimasíðu Grænuborgar má nú sjá skipulag fyrir um helming svæðisins. Það er ljóst að þegar þeirri uppbyggingu er lokið verður kominn góður grundvöllur fyrir verslunar- og þjónustubyggingu á miðbæjarsvæðinu. 

Hér er tengill á nánari útskyringar fyrir miðbæjarsvæðið og myndir af hugsanlegu útliti á byggingum.