Mennta-, menningar- og afrekssjóður Sveitarfélagsins Voga

Mennta-, menningar- og afrekssjóður Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Nemendur sem útskrifuðust úr framhaldsskóla á haustönn 2024 og vorönn 2025, geta sótt um styrk.

Auk þess verður þremur nemendum sem sýndu bestan námsárangur á lokaprófum í 10. bekk Stóru-Vogaskóla veittur styrkur við skólaslit.

Umsóknareyðublað má finna á íbúagátt sveitarfélagsins .

Með umsókninni skal fylgja, í viðhengi, staðfesting frá skóla um námi sé lokið með útskrift.

Úthlutunarreglur sjóðsins má nálgast hér.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2025.

Styrkir til þeirra sem lokið hafa framhaldsskóla verða afhentir á Fjölskyldudögum í ágúst.