Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2023

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga óskar eftir tilnefningum til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga 2023. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, 20. apríl næstkomandi.

Hægt er að tilnefna hvort sem er einstakling eða félag.

Tilnefningu þarf að fylgja stutt greinargerð um viðkomandi einstakling eða félag, um starf og viðburði undanfarin ár og þátt í að auðga menningar- og félagslíf í sveitarfélaginu. Frístunda- og menningarnefnd styðst við þá greinargerð við val og kynningu.

Tilnefningum skal skila til menningarfulltrúa á netfangið daniel@vogar.is fyrir 1. mars 2023.

Reglur um menningarverðlaun má skoða hér