Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga

Frá afhendingu menningarverðlauna Voga 2018
Frá afhendingu menningarverðlauna Voga 2018

Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga verða afhent við hátíðlega athöfn sumardaginn fyrsta, 25. apríl í Tjarnarsalnum og hefst athöfnin kl. 14.00.

Boðið verður upp á tónlistaratriði þar sem Tríó Grande mun flytja nokkur lög, menningarverðlaun verða afhent og bæjarstjóri flytur ávarp. Að því loknum býður sveitarfélagið upp á veitingar og opnuð verður myndlistarsýning þar sem myndlistarmenn búsettir í Vogum eða tengdir sveitarfélaginu sýna verk sín. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: 

Björgvin Hreinn Guðmundsson, Frank H. Sigurðsson, Hergeir á Mýrini, Kristín Erla Thorarensen, Marteinn Bjarnar Thordarson, Sigrún Þórðardóttir, Siv Sæmundsdóttir, Sæmundur Þórðarson og Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir.

Aðgangur er ókeypis og vonast er eftir að sem flestir mæti og njóti dagsins.