Matvöruverslun opnar í Vogunum laugardaginn 4. mars

Jæja góðir bæjarbúar og aðrir landsmenn. Þá er komið að því sem margir hafa beðið spenntir eftir. Verslun opnar á ný í Vogunum. Opnunardagurinn er laugardagurinn 4. mars og opnunartíminn þann dag er frá kl. 10.00 - 19.00

Við hvetjum ykkur öll til að heimsækja verslunina og skoða (og auðvitað versla) og vonum að bæjarbúar verði duglegir að nýta sér þessa þjónustu því það er jú forsendan fyrir því að reksturinn gangi.