Matarbíll í Vogum fimmtudag 28. jan

Hinn mosfellski matarbíll Kitchen Truck verður í Vogunum fimmtudaginn 28. janúar. Þá geta Voga húsmæður og -feður sleppt eldamennskunni og farið í staðinnn og keypt gómsætan kvöldmat og vonandi munu sem flestir nýta sér þessa skemmtilegu nýbreytni því þá er alveg möguleiki á að hún verði endurtekin. 

Bíllinn verður á planinu framan við íþróttahúsið, á ekki að fara fram hjá neinum og opnar kl. 17.00 - 20.00

Kitchen Truck er mosfellskur veitingabíll sem rekinn er af samheldinni fjölskyldu með áralanga reynslu úr veitingabransanum.Þau hafa mikla ástríðu fyrir mat og segja: "þetta er ekki bara vinnan okkar heldur einnig okkar aðal áhugamál"

Nánari upplýsingar má fá með því að skoða heimasíðu Kitvhen Truck, https://kitchentruck.is og þar má finna matseðilinn.