Lumar þú á húsnæði?

Sveitarfélaginu berast af og til fyrirspurnir í gegnum Hekluna - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, frá fyrirtækjum eða einstaklingum sem eru í leit að húsnæði undir ýmis konar starfsemi. Þetta getur verið allt frá skrifstofuherbergi upp í lageraðstöðu. Nú er t.d. Geosilica að leita að um 50 fm lagerhúsæði, Móbona að leita að um 50 fm aðstpðu til að hanna og þróa vörur úr þæfðri ull og forritari með nýsköpunarverkefnið Reykjanesweb a leita að skrifstofuaðstöðu. 

Ef einhver hér í sveitarfélaginu er með húsnæði sem gæti hentað eða veit af slíku húsnæði má senda ábendingar um það á skrifstofu sveitarfélagsins skrifstofa@vogar.is