Lokun á afleggjara að Reykjanesbraut miðvikudaginn 19. maí

Miðvikudaginn 19.maí er stefnt á að malbika Vogaveg frá Vatnsleysustrandarvegi að Reykjanesbraut ef veður leyfir. Veginum verður lokað og umferð beint um Vatnsleysustrandarveg. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.57.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Stefán 660-1922.

Hér má sjá lokunarplan Vegagerðarinnar.