Ljósmyndasamkeppni Sveitarfélagsins Voga

 

Í tilefni af Safnahelgi á Suðurnesjum sem er 14. og 15. mars næstkomandi efnir Sveitarfélagið Vogar til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda Stóru-Vogaskóla sem og barna sem eru búsett í sveitarfélaginu, en þema Safnahelgar hér í Vogum er einmitt ljósmyndir.

Reglur keppninnar eru hér að neðan. Ef einhverjar spurningar vakna endilega leita til Svövu Bogadóttur, Helga Eyjólfssonar eða Valgerðar Guðlaugsdóttur. Samkeppnin er opin öllum nemendum í Stóru-Vogaskóla

  • Hver nemandi má skila inn tveimur myndum
  • Skila má myndum á rafrænu formi á netfangið ljosmyndakeppni@vogar.is  
  • Einnig má skila útprentuðum myndum eða venjulegum ljósmyndum til Svanhildar skólaritara
  • Þema keppninnar er náttúran í sveitarfélaginu okkar
  • Bannað er að taka mynd af fólki – slíkar myndir verða ekki teknar gildar
  • Keppt er í þremur flokkum: 1. – 4. Bekkur, 5. – 7. Bekkur og 8. – 10. bekkur
  • Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar í hverjum flokki og sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur Fujifilm Instax Mini
  • Verðlaunamyndirnar verða sýndar á Safnahelgi 2020 í Tjarnarsalnum

Dómnefnd áskilur sér rétt til að sýna aðrar myndir sem hún telur áhugaverðar á Safnahelgi

Skilafrestur á myndum er til 5. Mars 2020