Ljósmyndasamkeppni grunnskólanemenda

Í vor stóð sveitarfélagið fyrir ljósmyndasamkeppni grunnskólabarna og var tilefnið það að á Safnahelgi 2020 átti þemað hjá okkur að vera ljósmyndir og ætluðum við að gera ljósmyndum og ljósmyndurum úr sveitarfélaginu hátt undir höfði.

Vegna Covid19 var Safnahelgi felld niður og má þá bara gera ráð fyrir að á næsta ári tökum við upp þráðinn og sýnum ykkur gamlar og nýjar ljósmyndir héðan. En við ákváðum að halda áfram með ljósmyndasamkeppnina og þann 17. júní síðastliðinn voru veitt verðlaun í henni. Það var keppt í þremur flokkum og margar góðar myndir bárust og ánægjulegt var að sjá fjölbreytnina og metnaðinn sem nemendur lögðu í myndirnar. 

Myndir sem bárust í flokknum 1.-4. bekkur

Myndir sem bárust í flokknum 5.-7. bekkur

Myndir sem bárust í flokknum 8.-10. bekkur