Ljósin á jólatrénu tendruð

Kveikt á Jólatrénu.

Vegna samkomutakmarkanna og stöðunnar í samfélaginu, verður kveikt á jólatrénu í Aragerði að morgni föstudagsins 27. nóvember klukkan 09:05. Athöfnin verður einungis fyrir börn fædd 2008 og síðar.

Dagskrá

09:00 Nemendur Stóru-Vogaskóla koma niður í Aragerði og boðnir velkomnir af íþrótta og tómstundafulltrúa.

09:05 Kveikt verður á jólatrénu.

09:10 „Óvæntir Gestir“ mæta á svæðið og dansað verður í kringum jólatréð og heitt kakó verður í boði.

09:20 Nemendur Stóru-Vogaskóla fara til baka í skólann.

09:30 Nemendur heilsuleikskólans Suðurvalla mæta á svæðið og skreyta tréð.

 

Óvæntir Gestir koma til byggða.

Á sunnudaginn koma svo jólasveinarnir til byggða. Áætlað er að þeir komi beint ofan af Keili og niður í Voga.

Þeir leggja af stað á traktor með kerru og verða á eftirfarandi stöðum:

Grænahverfið 17:00 til 17:30.

Rauðahverfið 17:30 til 17:59.

Gulahverfið 18:00 til 18:30.

Vegna sóttvarnarreglna og til að auka öryggi, þurfa allir að halda sig á sinni lóð eða á gangbrautum.