Líkamsræktin opnar í Vogum

Landlæknir hefur gefið leyfi fyrir að opna líkamsræktarstöðina í íþróttamiðstöðinni með ákveðnum skilyrðum. Stöðinni verður skipt í fjögur hólf, eitt upphitunarhólf og þrjú æfingahólf. Fjórir einstaklingar mega vera í stöðinni í einu og það þarf að skrá sig inn þegar menn mæta. Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar heldur utan um skráningu og einungis er leyfilegt að vera í 50 mínútur í senn í stöðinni. Notendur eru ábyrgir fyrir að þrífa og sótthreinsa öll áhöld og tæki sem þeir nota og bannað er að flytja áhöld milli hólfa í stöðinni.

Bannað er að nota búningsklefa íþróttamiðstöðvar áður en tími hefst þannig að fólk þarf að koma tilbúið í líkamsræktina. Að tíma loknum er svo hverjum og einum frjálst að fara í sund eins og venjulega.

Þessar reglur taka gildi frá og með mánudeginum 18. janúar 2021.