Líf og fjör í Vogunum

Höfnin iðar af lífi
Höfnin iðar af lífi

Það má með sanni segja að það sé búið að vera nóg að gera í Vogunum í dag. Áhaldahúsið þýtur upp, framkvæmdir við leikskólann á góðu skriði og svo mætti áfram telja. Síðan hefur verið líf og fjör í höfninni í dag, greinilega ferðamenn að gera sér glaðan dag. Þrír rib-báta a.m.k. á sjó, veitingatjöld og svartir Bensar í röðum. Bara ánægjulegt.