Leikjanámskeið sumarið 2020

Á næstunni kemur út sumarbæklingur Sveitarfélagsins. En þangað til, eru hér upplýsingar um leikjanámskeið Sveitarfélagsins. 


Í sumar verða starfrækt leikjanámskeið Borunnar fyrir börn í 1.-3.bekk. Í boði verða heilsdagsnámskeið sem standa frá kl. 8:00 - 16:00.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði á námskeiðunum. Markmið námskeiðanna er að börnin kynnist sem flestum útileikjum og verði virkir þátttakendur í starfinu. Einnig er markmiðið að þátttakendur fái uppbyggileg og þroskandi verkefni sem þau hafa gaman af. Umsjónamaður leikjanámskeiða verður Sólrún Ósk Árnadóttir.

Námskeiðin verða eftirtaldar vikur:

8. - 12. Júní,

15. - 19. Júní (4 dagar) ,

22. - 26. júní,

29. Júní – 3. Júlí.

6. – 10. Júlí.

27. – 30. Júlí (4 dagar)

4. - 7. ágúst, (4 dagar)

10. - 14. ágúst.

Athugið að ágústnámskeið eru einnig í boði fyrir börn fædd 2014

Nesti, klæðnaður og dagskrá:

Börnin þurfa að koma með morgun– og miðdegisnesti. Þátttakendur fá léttan hádegisverð sem er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Starfsfólk leggur mikið upp úr því að nesti barnanna sé hollt og gott. Starfsfólk vinnur að skipulagningu leikja með börnunum. Farið verður í gönguferðir, kynnisferðir, fræðsluferðir og margt fleira.

Ef illa viðrar gæti þurft að breyta fyrirfram ákveðinni dagskrá og þá leikum við inni. Mælst er til að börnin hafi ávallt meðferðis útifatnað og séu klædd eftir veðri.

Verð:

4 daga námskeið: 9.430. kr

5 daga námskeið 11.790 kr

Afsláttur fyrir annað barn 50%

Afsláttur fyrir þriðja barn 75%

Afsláttur fyrir fjórða barn 100%

Skráning og greiðsla fer fram í íþróttamiðstöð á opnunartíma hennar. Vinsamlegast athugið að 24 pláss eru á hverju námskeiði. Lágmarks fjöldi er 7.

Frekari upplýsingar fást í síma 440-6200.